Sunday, June 17, 2012

Vilt þú gleðja lítil hjörtu?

Við erum með fjáröflun fyrir litlu dúllurnar sem við munum heimsækja í Indlandi og Kenýa til að geta keypt handa þeim skóladót, rúm, föt, leikföng eða það sem þarf hverju sinni.

                                                            Skólakrakkar í Kenya, Afríku

Við erum að selja 
  • eldhúspappír 
  • WC pappír
  • pokapakka 
  • svarta ruslapoka
  • heimilispakka
  • lakkrís
  • hlaup
  • harðfisk 
  • frosnar pizzur 
  • kaffi
  • þvottaefni 
Endilega ef þið hafið áhuga á að styrkja dúllurnar að láta mig vita í e-mail, berglindosp89@gmail.com og ég sendi ykkur nánar um verð :) 

Við pöntum 22. júní - Breytt dagsetning ! 

                                                      Stelpur í Salem, Indlandi
- Berglind

Tuesday, June 12, 2012

Indland og Kenýa

Halló halló

Ég er að fara út í sjálfboðaliðaferð til Indlands og Kenýa þann 2. júlí ásamt þremur öðrum krökkum. Við erum að fara á vegum multikulti, http://www.multikulti.is/.

Ég mun blogga um ferðina á þessari síðu en ég lofa engu um hversu dugleg ég verð :)


Á meðal þeirra verkefna sem við munum sinna eru:

  • Aðstoð á barnaheimilum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
  • Jafningjafræðsla um HIV í Kenýa.
  • Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenýa.
  • Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
  • Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
  • Að auki verður fræðst um menningu hindúa á Indlandi, þjóðgarðar Kenýa heimsóttir, siglt út á Viktoríuvatnið o.fl. 
Við verðum til 29. júlí í Indlandi og höldum þá af stað til Kenýa og komum heim 30. ágúst. 


-Berglind Ösp