Thursday, July 26, 2012

Indland - Staðreyndir



  • Crazy umferð – keyra allir allstaðar
  • Öfug umferð á við Ísland
  • Enginn að spara flautuna
  • Mikil eymd og fátæk – en einnig ríkir líka – finnur allar tegundir húsa, frá kofum úr ábreiðum eða pálmatrjám og í flott steypt hús sem máluð eru með rándýrri málningu
  • Grænt land
  • Rusl allstaðar
  • Matarvenjur sem við erum ekki vön – bíða hálf yfir manni þegar maður borðar og setja meira djúpsteikt, sósur eða hrísgrjón á diskinn áður en maður nær að segja galdraorðið Podum = ég er södd. Og þó að þú segir það og setur hendina upp á móti þá gefa þér þau samt meira.
  • Þau borða aldrei með okkur, gestrisnin hjá þeim er þannig að við borðum fyrst, síðan þau.
  • Góður matur en allt of mikið af djúpsteiktu og hrísgrjónum ;)
  • Borðað með fingrum
  • Enginn sýpur af stút, hella allir upp í sig. - skil ekki hvernig þau ná að kyngja um leið og þau hella..
  • Flestir mjög yndislegir sem maður kynnist
  • Margir hjálpsamir – t.d. Að segja hvaða lest maður á að taka :)
  • Hjón mega ekki snertast á almannafæri
  • Strákar, tveir saman eða tveir úr hópi stráka, eru sífellt að snerta hvorn annan. Halda utan um hvorn annan, leiðast eða gilla hendur hvorns annars. Þetta er mjög hommalegt og ekki bætir 1970 fatnaðurinn úr skák og einstaka mullet.
  • Séu strákar hommar þá gera þeir sérstakt með augabrúnunum
  • Allir kk með yfirvaraskegg
  • já – hreyfing öðruvísi en á íslandi. Þau “hella úr eyrunum” í stað þess að hneigja höfuð
  • Blossar upp þessi rosalega fýla – annars vegar hlandlykt, hins vegar skítalykt og svo lykt af brennandi rusli
  • Margir berfættir á sjúklega heitri jörðinni
  • Flestir með sýkingu í tánöglum
  • Allir með risa bil milli stóru-táar og tá nr. 2
  • Flestir með ljótar og illa hirtar tennur
  • Te-ið mjög gott, bragðast eins og chai latte
  • Þegar þau skilja ekki það sem sagt er, gera þau já-hreyfingu og segja okey. Þetta er mjög fyndið, sérstaklega þegar maður spyr annaðhvort eða spurningu og þau kinka bara kolli og segja okey ;)
  • Skilja ekki spurninguna Why

kannski bætist meira við, aldrei að vita :)

- Berglind

Planið í Kenýa



Planið í Kenýa

Vika 1. 30. júlí – 3. ágúst
Berglind og Klara → Larrec/Kisii
Bjarni og Sunna → Kisumu/Korando

Vika 2. 6 – 10 ágúst
Berglind og Klara → Kisumu/Korando
Bjarni og Sunna → Larrec/Kisii

Vika 3. 13 – 17. ágúst
Berglind og Sunna → Nakuruj/Linbelt
Bjarni og Klara → Lake view / Lwanda

Vika 4. 20 – 24. ágúst
Berglind og Bjarni → Suba/Omwami group
Klara og Sunna → Migori/Goodwill

5. ág
Undir kvöldið farið í verkefni - sjá yfirlit
10. ág
Hist á hóteli í Kisumu
12. ág
Undir kvöldið farið í verkefni - sjá yfirlit
17. ág
Hist á hóteli í Kisumu
18. ág
Bátsferð á Viktoríuvatninu
19. ág
Undir kvöldið farið í verkefni - sjá yfirlit
24. ág
Hist á hóteli í Kisumu
26. ág
Farið til Nakuru og gist ein nótt
27. ág
Þjóðgarður í Nakuru heimsóttur og farið til Nairobí í lok dags
28. ág
Little Bees í Nairobi heimsótt
29. ág
Farið heim

Þetta er aðeins og spennó :D 

- Berglind

Thorapadi 22-27. júlí


22. júlí - Guðbjörg á afmæli :) 
23. júlí - Silja á afmæli :) 
Til hamingju skvísur :D 

Ég og Bjarni komum til Thorapadi þann 22. júlí eftir 12 tíma ferðalag.

Þetta er strákaheimili með 14 strákum á aldrinum 5-18 ára. Algjörar dúllur.
Thorapadi er staðsett ca 20 min í auto frá Gingee.


Það tóku á móti okkur 3 leðurblökur á klósettinu um kvöldið 22. júlí en sem betur fer voru þær farnar um morguninn og ekki komnar aftur!
  
Við fengum að moka holur fyrir mangó og pálmatré fyrsta daginn, loksins fékk ég að gera eitthvað smá líkamlegt :)
Síðan áttum við að mála 24. júlí en það er ekki búið að setja steypu á vegginn og því fór sá dagur í leti – þar til strákarnir koma heim því þá hjálpum við þeim með lærdóm, kennum þeim áfram á tölvurnar sem Sunna og Klara komu með í fyrstu vikunni, leikum við þá með boltunum og snúsnú bandinu sem við komum einnig með.

Þeir elska að dansa og á kvöldin er sungið og dansað. Mjög gaman

Viktoría, sú sem sér um Thorapadi, er 28 ára alveg yndisleg! Hún eldar sjúklega góðan mat og á ég eftir að sakna matarins þegar við förum á morgun!
Hún gaf mér tvö gullarmbönd :) Ég fór sem sé eftir orðum Sólveigar og skildi allt skart eftir heima – nema litla eyrnalokka sem maður fær þegar eyrun eru götuð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem er kommentað á skartgripaleysið mitt.. í Erode voru þær að reyna að selja mér hálsfesti og ökklaskart, í Kamuthi keypti ég skart – er bara ekki búin að setja það á mig ;)

Við Bjarni bjuggum til grindverk úr plöntum sem við og strákarnir náðum í í skóginum. Upplifðum vatnskort í fyrradag, 25.júlí og shit hvað það var óþægilegt! Sofnuðum bæði í 2-3 tíma og viktoría bjargaði okkur með lime-vatni

Við Bjarni og Viktoría fórum í dag, 26. júlí að skoða Gingee fort. Mjög flott útsýni þaðan yfir grænar ekrur, fjöll og vatn. Þetta er sem sé fjall þar sem kóngurinn hafði aðsetur uppá og drottningin á fjallinu á móti. Við gengum upp meira en 300 tröppur – Himnastiginn hvað ;) en það var ágætis hreyfing í því :)

Það er osom að sofa upp á þaki! Vindur og ekki að svitna úr hita :D

Síðasta kvöldið í Thorapadi, ég á eftir að sakna strákanna og Viktoríu og ekki má gleyma Watchman :) Misstum okkur í myndatökum og skemmtilegheitum :)

Næsta stopp er Chennai í tvo daga þar til við förum til Kenýa þann 29. júlí :)

knús og kossar og love á alla :)
- Berglind

Monday, July 23, 2012

Kodaikanal 20-22. júlí


  1. júlí - Pabbi gamli á afmæli, 55 ára :) Til hamingju með daginn elsku pabbi :D 
Rútan sem fór með okkur til Kodaikanal seinkaði eitthvað og í stað þess að fara 11.30 fórum við kl 13.00 þannig að við vorum að koma um 17.30 á Hótelið.

Kodaikanal er fjallaparadís og búa 35 þúsund manns þar, og þau búa í allt frá kofum úr ábreiðum í flott hús. Útsýnið og bærinn í heild er mjög fallegur og mæli með að þið gúgglið :)

Vegurinn var utan með fjallinu, mjög þröngur og bílarnir ekki að spara flauturnar – svona viðvörunarflaut.

Hitastigið eins og á góðu íslensku sumri og vorum við ekki að hata það! Gátum meira að segja kælt bjórinn og gosið úti í glugganum og fórum í sokka!
Hér klæðist fólk flíspeysum, ullarpeysum, úlpum, húfum. Það var nú ekki svo kalt þarnar ;)

Við komuna á hótel Jai ætlum við að slaka á yfir Tv og borða Dominos – sáum það á leiðinni að hótelinu – því það myndi dimma eftir klukkutíma og við sársvöng og myndum ekki ná skoðunarferð fyrir myrkur.
Við hringjum í receptionið og biðjum þau að gefa okkur samband á dominos. Eftir smá vesen fáum við samband. Síðan líður og bíður og loks kemur pizzan, Þá er þetta frá the Pizza Corner og þær brögðuðust ekki vel! En við letum okkur hafa það enda sársvöng. Fyrirtæki sem er tengt hótelkeðjunni.

Daginn eftir förum við í skoðunarferð um Kodaikanal.
  • Byrjum á að sjá La Sateth Church – kristin kirkja yfir 100 ára
  • Svo borgum við 30 rúbíur til að sjá Pambar Falls – sem eru mjög flottir fossar og umhverfi, ef litið er frá ruslinu sem þar hefur myndast. Fyrir 10 árum var ekkert rusl, síðan byrjuðu indverjar að ferðast þangað.. Hvíta rauðhærðastelpan var beðin um að vera með á nokkrum myndum hjá indverjum...
  • Við fossana var einnig Lion Cave – hellir þar sem eitthvað ljón átti að hafa verið (held ég)
  • Keyrðum að stað þar sem gengið var niður langa bratta brekku að Dolphin Nose. Klettur sem stendur svona út og með flottu útsýni. Það var svo sem alveg ágætlega breiður klettur og ég gekk á hann og settist á brúnina og lét taka mynd, svo náttúrlega varð ég að planka hann líka ;) En allir indverjarnir voru að skíta í brækurnar á að fara þarna útá og þurfti að leiða karlana útá þar sem þeir svo stóðu stjarfir með kúkinn í buxunum :)
    • Hvíta rauðhærða stelpan komin í mörg indversk fjölskyldualmbúm
  • Næst gengum við lengra niður brekkuna að Echo Point og Mountain Beauty. Geggjað útsýni þar. Þar átti maður að fara yfir svona smá gat milli tveggja kletta og var tré við hliðina á sem hægt var að grípa í. Það var lang þægilegast að skella sér bara beint yfir heldur en að fara hægt og vera eitthvað að grípa í tréð sem var staðsett á kjánalegum stað. En indverjarnir aftur að skíta á sig úr hræðslu að fara þarna yfir og einn gaurinn, skulum kalla hann Hræddi var ekki alveg að þora yfir. Guide-inn okkar þurfti að fara fyrst og leiða hann yfir. Svo á bakaleiðinni þegar Hræddi var að fara yfir aftur tók ég hann upp en þurfti að hætta í miðri upptöku því ég þurfti að hjálpa honum yfir ;)
  • Síðan sáum við 500 ára gamalt tré og er stofninn svipaður og tákn sem er á peningunum þeirra.

Chilluðum við Mountain Beauty þegar allir indverjarnir voru farnir og þvílíkt þægilegt, bara hreint fjallaloft, ekkert flaut – bara kyrrð (fyrir utan bjölluhljóðin í trjánum), og þægilegt hitastig.

Komumst loks í minjagripabúð þar sem indæll sölumaður var sem sagði okkur frá íslendinngum sem býr í Kodaikanal ásamt 10 börnum sínum og indverskri eiginkonu,

Nú klikkuðum við ekki á þessu og fórum á Dominos og tókum með á hótelið og chilluðum yfir Batman-myndum ;)

Gaurinn í receptioninu sagði við okkur að morgunmatuinn yrði til kl 7.30 og bíllinn sem myndi skutla okkur að lestarstöðinni kæmi kl 8. Við létum hann vita að Sunna hefði gleymt peysunni sinni í bílnum hjá guide-inum og hann sagði að peysan yrði komin um morguninn.
Við mætum niður í morgunmat og enginn kannast við neitt, hvorki að morgunmaturinn ætti að vera tilbúinn né peysuna.

Eftir morgunmat erum við enn að bíða eftir peysunni sem kemur loksins kl 8.20 og við brunum af stað því lestin okkar Bjarna átti að fara 11.10 og það er 3 – 3 og hálfs tíma akstur að stöðinni!

Við brunum niður fjallaveginn og tökum fram úr öllum bílunum og rútunum með flautið í botn. Sunna og Bjarni fundu fyrir ógleði og Bjarni lét hann stoppa bílinn.

En við komumst á leiðarenda kl 10.50 og hann biður um tips. Ég læt hann fá 100 rúbíur og segi það vera fyrir okkur 4 en svo rukkar hann stelpurnar líka, veit reyndar ekki hversu mikið. En hann skilaði sínu og við Bjarni náðum lestinni :)

Ég sá rottu eða mús í lestinni okkar. Lestin bilaði eitthvað á leiðinni og okkur seinkaði um klukkutíma!

- Berglind  

Kamuthi 16-20 júlí



sorry langt blogg – þið takið bara pásu ;)

12 tíma næturlest tók við frá Chennai. Okkur leist ekkert á blikuna fyrst, við sveitt og ógeðsleg og mjög þröngt í lestinni, svona kojulest. En við sofnuðum öll og ég svaf bara mjög vel :)

Við Sunna fórum út á undan Bjarna og Klöru og hittum Jayekumar, konan sem var með næsta verkefni, og tókum local bus að Kamuthi.

Jayekumar er gullfalleg kona, fædd 1970 og vorum við í sjokki þegar við komumst að því, héldum að hún væri svona 28 ára. En hún á 3 börn 11 – 18 ára minnir mig og mömmu sem er mesta krútt í heimi. Við Sunna vorum að spá í að taka hana bara með okkur til Íslands :) Hún er með skarð í vörinni og eyrnalokkar í gegnum tíðina hafa togað eyrnasnepplana niður um svona 6 cm.

Jayekumar er mjög skemmtileg og rosa klár en mætti kunna meiri ensku :) Hún er kona sem lætur ekki ganga yfir sig. Algjör business lady – alltaf í símanum. Hun á tvö hús, annað ekki með klósetti sem er mjög sérstakt þvi þú finnur allt annað þar ;) síðan rekur hún sjálfhjálparheimilið þar sem við Sunna gistum og einnig aðsetur fyrir handicapped og disabled people í öðru þorpi. Settum sitthvora 4000 rúbíurnar á sjálfshjálparheimilið og handicapped staðinn. 

Í stað þess að leyfa okkur Sunnu bara að sofa tvær á gólfinu í sjálfhjálparheimilinu þá sofa Jayekumar og PothumPonnu (25 ára gullfalleg stelpa) á gólfinu hjá okkur í stað þess að fara heim og sofa í rúmi.
Reyndar má PothumPonnu ekki sofa í rúmi næsta mánuðinn, hún er að gera eitthvað svona trúarlegt fyrir guðinn sinn (hindú) og má ekki ganga í skóm, borða fisk, egg, kjúkling og ekki sofa í rúmi í 3 mánuði! Við Sunna áttum ekki orð!!

Hóparnir á sjálfhjálparheimilinu eru að sauma, binda bækur, búa til myndaramma, búa til körfur – annarsvegar úr pálmatrjám og hins vegar úr plasti. Loks á þriðja degi fengum við Sunna að gera myndaramma – Ég fekk mynd af Jesú, langaði rosa að taka hana heim og gefa pabba ;) hann yrði svoooo ánægður ;) híhí. Og einnig lærðum við að gera körfur úr plastinu, ég er enn að vinna í þeirri körfu.. mjög seinlegt.

Þar sem þetta var nýr staður og nýtt verkefni þá vissu þau ekki alveg hvernig átti að gera og fyrstu 2 dagarnir fóru í að sýna okkur hópana. Fyrsta daginn fórum við í þorpin og við Sunna vorum eins og stórstjörnur. Allir þorpsbúar mættir til að sjá hvíta fólkið (þó Sunna sé hálf íslensk og hálf Haiti þá er hún hvít hér). Við fengum að prófa að gera körfu úr pálmalaufunum og allir klöppuðu og fögnuðu þegar ég var búin að gera smá.. hvíta manneskjan að vinna OMG! (Treystið mér þetta var ekki svo erfitt ;) )

Í næsta þorpi skánaði þetta ekki. Allir hópuðust að okkur og þegar myndavélin var tekin upp stukku allir krakkarnir til, hoppuðu og kölluðu til að vera inn á myndinni. Siðan hlupu þau á eftir autonum þegar við fórum til baka.

Note to self: Ég ætla ekki að vera fræg ;)

Dagur tvö fór í rútuferðir, 3 rútur sem við þurftum að taka til að komast að handicapped heimilinu.
Þar gerðum við svo sem ekkert, hittum bara fólkið sem vinnur þar, sumir voru með einhverja fötlun – á hækjum eða áttu erfitt með gang og svona.

Bróðir Jayekumar kom og sótti okkur og bílstjórinn keyrði eins og brjálæðingur! Sunna fann fyrir bílveiki og greyið PothumPonnu stoppaði bílinn og fór út að æla. En enduðum heima hjá honum þar sem við fengum mat og við Sunna fengum að leggja okkur í 1 og hálfan tíma, búnar á því úr þreytu enda vöknuðum við kl 6.30. en samt ekkert gert fyrr en 9 þegar við fengum morgunmat og fórum af stað...
Skiljum ekki enn afhverju þau vakna kl 5.30 eða 6.00 ! hvað eru þau eiginlega að gera ?

Justice – er ca 67 ára maður sem var alltaf með okkur og dóttir hans Gilda sem var eitthvað um 35 – 40. Þau kunnu ensku, eða svona gátu aðeins meira en hin. PothumPonnu kunni samt eitthvað líka. Justice og Gilda eru mjög trúuð, kristin trú og er Gilda t.d. Að læra að verða prestur og ætlar ekki að giftast, helgar lífi sínu Jesú. Mjög fín feðgin.

Þau halda án djóks að við höfum aldrei gert neitt í lífinu... Ætluðu að þvo þvottin okkar og við þurftum að ýta þeim nánast burt, síðan sótti Justice fólkið þegar ég skrældi einn ávöxtinn út pálmatré og þau klöppuðu og áttu ekki orð þegar ég sagaði spýtu!

Síðan megum við aldrei ganga frá eftir okkur, diskarnir alltaf teknir af manni og um leið og maður kemur í herbergi er komið með stól handa manni. Við getum alveg setið á gólfinu :) En við getum sagt að þessar elskur séu of hjálpsamar :)

Hittum loks enskumælandi Indverja. Mjög indæll maður sem var kennari og býr í Texas. Durai heitir hann og hann ætlaði að bjóða okkur í mat. Bíllinn hans var á verkstæði og síðasta kvöldið kom hann á sjálfhjálparheimilið, en við akkurat úti. Þannig að hann skildi bara eftir mat og ávexti fyrir heilt þorp!

Gestrisnahefð sem ég og Sunna afrekuðum að brjóta síðasta kvöldið okkar! Létum þau borða á sama tíma og við (matinn frá Durai)! Við nefnilega borðum alltaf á undan þeim, svo borða þau, mjög pirrandi, ég vil að allir borði saman :)

Ég keypti mér 2 sari-a, einn vínrauðan og grænan og annan bláan. Ég mátti ekki borga fyrir saumaskapinn!

Jayekumar borgaði allt fyrir okkur Sunnu og leyfði okkur ekki að borga neitt, hvorki skartið sem ég keypti mér við sari og einhverjar gjafir, einnig borgaði hún allar lestarferðir og vatn og allt. Við ætluðum að lauma til hennar pening en það tókst ekki. Hún ætlaði meira að segja að gefa okkur sitthvorn sari-inn en við náðum að segja nei.

Gullkorn: Sunna ætlaði að vera mjög smooth og ganga laumulega frá stóru eyrnalokkaspjaldi sem hafði dottið þegar hún rakst í það og gat ekki hengt upp aftur. Við vorum í minnstu búð í heimi ca. 60 cm á milli Sunnu og búðarkallsins. Sunna gjóir augunum laumulega á kallinn á meðan hún brýtur spjaldið saman og hendir því síðan inn í hilluna og um leið fer rafmagnið af. Kom svo í ljós að hún hitti akkurat í ljósrofann!

Gullkorn: Við erum að ganga í myrkrinu í Sari-unum og mætum 2 stelpum í kringum 10 ára sem horfa niður fyrir sig. Þegar þær líta upp stökkva þær til hliðar því þeim brá svo að sjá hvíta fólkið :D

sorry fyrir langt blogg ;)
- Berglind

Chennai 15. júlí


Fórum frá Pondicherry til Chennai til að fara svo á næsta stað, Kamuthi.

Í Chennai reyna autobílstjórarnir að taka okkur í þurrt rassgatið og ætla að rukka okkur um 320 rúbíur fyrir skutl á hótelið, við neitum og þeir segja þá 250, við neitum og loks segja þeir 200. Við tókum því og settumst upp í. Þeir sögðust vita hvar þetta væri en þurftu að stoppa nokkrum sinnum og spyrja og þegar við nálguðumst hverfið vorum við að segja þeim hvert þeir ættu að fara! (sama hostel og við vorum fyrstu dagana). Þeir ætluðu ekki að taka við peningnum þegar við fórum út og ætluðust til að við myndum láta þá fá 50 auka því þetta var svo löng leið! Ekki séns í helvíti! Frekjan ég lét það ekki yfir mig ganga :D

Á hostelinu hittum við alla sem koma að humanist hreyfingunni í Indlandi og einnig Kjartan sem var mættur til að sitja ráðstefnuna.

Borðuðum kvöldmat með Kjartani, John og Michael á ítölskum veitingastað og skemmtum okkur mjög vel.

Spurðum þá meðal annars út í afhverju það eru alltaf einhverjir 2 í strákahópi, eða bara 2 saman á gangi, sem halda utan um hvorn annan, leiðast eða eru svona að rétt snerta hendur hvorns annars. Þetta er mjög hommalegt og ekki eru 1970 fötin að hjálpa til ;)

Michael sagði að þetta væri bara svona, þeir væru ekki hommar, ef þeir væru hommar þá gerðu þeir svona sérstakt með augabrúnunum og væru líklegast ekki að snertast á almannafæri.
Við sjáum aldrei hjón leiðast – enda er það ekki við hæfi svona á almannafæri!!
og svo höfum við aldrei séð stelpur vera eitthvað nánar, svona eins og strákarnir eru að gera.

- Berglind

Pondicherry 13-15. júlí


12. júlí - Elín Hrefna á afmæli :) Til hamingju skvísa

Við Bjarni biðum í klukkutíma eftir rútunni í Erode. Næturrúta sem tók ca 6 tíma, en gaurinn var staaaanslaust að flauta!

Í Pondicherry gistum við á Green Hotel Palace með morgunmat innifalinn. Mjög fínt hótel með loftkælingu og sturtu.

Þegar stelpurnar komu fórum við ásamt John í sund og áttum við risasundlaug útaf fyrir okkur – nema við áttum 4 áhorfendur – rosa stuð ;)
Sturtuklefarnir voru líka svona rosa fínir, 2 sturtur með engu vatni ;)

Eftir sundið fórum við að skoða The Globe – sem er risa kúla búin til úr gulli. Sérstakt leyfi þarf til að fara inn í kúluna og fær maður þá 2 daga leyfi – þetta er fyrir Hindú-trú til að koma og biðja.

Áleiðinni að Globe-num kom HELLIdempa! Við flúðum inn á kaffiteríuna á meðan við biðum eftir að stytti upp en urðum strax gegnsósa!

Enduðum daginn á veitingastað þar sem við sátum uppi á þaki. Þar sáum við svona glitský – regnbogaský, mjög flott. Dekraði við mig og pantaði bjór, grænpiparsteik og chocolate musse :) Steikin kostaði 280 rúbíur sem er ca. 750 kr.

14. júlí – Sigrún Helga afmælisbarn. Til hamingju elskan :D 

Daginn eftir var letidagur hjá okkur, John þurfti að fara eftir matinn á föstudeginum. Við láum og horfðum á TV en ákváðum samt að skjótast í supermarket og the french bakery. Við göngum af stað og ætlum aldrei að finna þetta! Gengum í gegnum misvafasöm hverfi.. mikil eymd – sáum t.d. Mann liggjandi á gangstéttinni með fæturnar bognar og við rassgatið voru svona 70 flugur á sveimi!
Síðan gaus upp þessi ógeðslega fýla ca 20 metra leið og ég hélt á myndi æla og hálf hljóp í gegn. En fundum loks supermarkaðinn og keyptum fullt af nammi og ís :) En fundum aldrei french bakery.

Okkar upplifun af Pondicherry var ekki sú sama og allir segja – þetta er frönsk nýlenda og við bjuggumst við meiri svona ferðamannastað en sáum í staðinn bara eymd. En við höfum ábyggilega ekki verið á réttum stað.

En það var hins vegar gott að slaka bara á upp á hótelherbergi í loftkælingunni ;)

- Berglind

Erode 6- 12 júlí


Tekið saman um Erode, sumt kemur aftur sem ég var búin að setja áður en þið verðið bara að lifa með því ;) 

Mjög skemmtilegt í Erode hjá Babu og Vashanti og 32 börnum (sögðu samt 37 en það voru alltaf bara 32).

Við lögðum peninginn í 2 klósett, eitt vestrænt og eitt holuklósett. Við fengum ekki mikið að hjálpa til við bygginguna, en bárum múrsteina, cement og sand.

Aðallega vorum við að leika við krakkana og fórum ýmsa leiki – hókí pókí, jón í kassagerðinni, höfuð herðar hné og tær, Símon segir, hver er undir teppinu, hollin skollinn, lófaklapp. Kenndi þeim veiðimann sem þeim fannst æðislegt.
Þau kenndu okkur einnig leiki – t.d. leikur með 5 steinum, mjög skemmtilegt

Við kenndum þeim einnig um líkamspartana, liti, árstíðir, tölur, föt. Hvar ísland væri í heiminum og hvar þau væru. Aulinn ég skrifaði með permanentmarker á töfluna en ég náði að þurrka það burt með Anticeptic wipes :D

Krakkarnir her eru mikið kurteisari en heima! Bjóða alltaf góðan daginn og spyrja leyfi til að koma inn í herbergið (þar sem þau þurftu að komast í ísskápinn eða í hrísgrjónin).

Maður mátti ekki þrífa diskinn sinn sjálfur, þau hlupu til og tóku hann af manni þegar maður ætlaði að ganga frá matardisknum.

Dönsuðum og sungum nokkur kvöldin – mjög erfitt að dansa svona eftir pöntun með enga tónlist!

Fórum í brúðkaup (blogg að neðan)

Hjálpuðum til við að elda Poori og apallam sem líkist laufabrauði. Þetta er bæði brauð sem er snöggsteikt/djúpsteikt í olíu.

Stelpurnar kalla mig Angel :) og Johnson sem er vinur Babu sagði við okkur síðasta kvöldið að hann væri kominn með nickname fyrir okkur. Ég = Amu = cute og Bjarni = apu= lovable

Ég fór ásamt Latha (kona sem kom þangað á kvöldin) á mótorhjólinu og við fórum í 5-6 apótek og stórmarkaðinn en enginn kannaðist við túrtappa og vissu ekki hvað það var!

Ég, Bjarni, Vashanti, Johnson, Latha og einhver kall fórum á 3 mótorhjólum um kvöldið að risa brú sem einnig er stífla. Þau sögðu að þarna hefði 9 manns látist sem lágu í sólbaði á klettunum fyrir neðan þegar vatninu var hleypt.

Eftir það fór kallinn með okkur í heimabæ sinn og kynnti okkur fyrir fjölskyldu sinni. Þar tókum við myndir ásamt fjölskyldunni og Bjarni er eins og málverk fyrir aftan – allir ná honum bara upp að brjóstum og svo er brúnt teppi fyrir aftan sem er eins og rammi :)

Kvöddum krakkana með sökknuði. Allir að segja að gleyma sér ekki og báðu okkur um að segja fjölskyldu og vinum frá sér. Sumir vildu skrifast á við okkur :)

- Berglind  

Wednesday, July 11, 2012

Indverskt brudkaup

Vid Bjarni voknudum kl 6.00 um morgun til ad taka thatt I Indversku brudkaupi! Vid vorum sott og keyrd a stadinn. Fyrir utan var litill hvitur bill allure skreyttur blomum. Tegar vid gongum inn til hlidar ta snyst upptokuvelin af athofninni og a okkur! Freekar vandro. Strakurinn sem sotti okkur var vinur brudhjonanna og leiddi okkur alveg upp ad athofninni sjalfri tannig ad vid stodum eiginlega vid hlidina a teim.
Mikil seremonia ad gifta indversk hjon og allt odruvisi en a islandi. Verid ad blessa med hinu og tessu – reyk, litum, vatni og allskonar.
Eftir athofnina leiddi strakurinn okkur fyrir framan brudhjonin og vid gafum teim blomvond sem var fra strakum. Sidan stilltum vid okkur upp sitthvoru megin vid hjonin og myndir teknar.
Sidan bidum vid I sma stund tar til vid mattum borda. Diskurinn var stort graent lauf og vid fengum nudlur, hrisgrjonakokur, sosur og eitthvad saett. Bragdadist bara agaetlega J Tad er eldad I matsalnum.

Vid erum buin ad vera ad leika vid krakkaa, faum voda litid ad hjalpa vid bygginguna. Gatum ju borid inn mursteina og tau bonnudu okkur ad taka tvo i inu! Bara einn I einu tvi tau eru hraedd um ad teir geti brotnad. En vita tau ekki as tau eru med bootcamp massa herna hja ser J

Vid Bjarni tokum sma kvidaefinga og planka sett adur en vid forum ad sofa eitt kvoldid, mjog kaerkomid J

Nadum ad tvo af okkur heima hja Babu.

Her er rusl allstadar.

Vid munum fara til Pondicherry kl 23.00 a fimmdudagskvold og koma tangad um 6.30 um morguninn a fostudeginum. Tar munum vid hitta kloru, sunnu og svo kemur john lika J Tarna munum vid eiga frihelgi adur en naesta verkefni tekur vid.

Allt gott ad fretta hedan. Stelpurnar kalla mig Angel J og fa ekki nog af harinu minu og hvita hudlitnum

Sorry med myndir...gleymdi snurunni til ad tengja i tolvuna tar sem vid gistum. en tetta er svo haegt ad tad myndi orugglega ekkert virka, en er toggud a nokkrum a fesinu.

Knus og kossar ur hitanum (og svitanum) i Erode
-Berglind

Saturday, July 7, 2012

hae hae

loksins komumst vid i netkaffihus. Sorry verdure I lengri kantinum vegna thess en reyni ad vera stuttord

Byrjudum ferdalagid med gistingu i London eftir ad hafa ruglast adeins i lestarmalum en komumst loksins I baeinn Stanwell thar sem vid gistum undir sud i bakgardi a bar!

Geggjud flugvel a leid til Abu Dhabi thar sem 40 gradu hiti kl 22.00 tok a moti okkur. Heldum afram til Mumbai thar sem var 26 gradur og URHELLI!!!
Tokum innanlandsflug til Chennai og vorum thar i 2 naetur.

John tok a moti okkur I Chennai. Alveg hreint yndislegur og vill gera allt fyrir okkur. Var buinn ad utbua plan fyrir hvert og eitt okkar med ollum naudsynlegum upplysingum sem hafa nyst ser vel.

Umferdin her er crazy. Allir keyra allstadar og thau eru ekki feimin vid ad nota flautuna! Autoinn keyrdi t.d. a moti umferd tvi hann for vitlusa att!!! En madur er samt rolegur tvi svona er tetta bara J

Buin ad fjarfesta I local fotum og va tetta eru taegileg fot! Og klaeda af hitann, ad mestu, en eg vaeri ad ljuga ef eg segdi ad eg svitnadi ekki.

Sidasta kvoldid I Chennai forum vid a nyjan indverskan stad. Jakob’s kitchen. Mjog got tog snilldar lysing a matsedli..
Elaneer payasam – Many hotels & restaurants serve this, but never tastes like ours. (er kokoshnetuvokvagodgaeti)
Amirtha vadai – Kings served this to GODS, we serve it our customers. (karmellucookiegodgaeti! Sjuklega gott!)

Bjarni kom med gullkorn a tessum stad tegar vid vorum ad raeda tip-s (thjorfed)
Klara: Er tippid inni
Vid: Veit ekki
Klara: Bjarni, er tippid inni
Bjarni: Thad er thad sem  kaerastan min segir alltaf!

Greinilegt ad flestir her hafa ekki haldid a eda sed myndavel. Strakur a aldri vid okkur var ad reyna ad taka mynd, skulum segja, allt er tegar trennt er J

Eg er stodd nuna i Erode a 37 barna heimili eftir 5 tima lestarferd med Bjarna til Erode. Meira fjalllendi eftir tvi sem lestin for naer Erode.
Eitt og eitt litrikt hus inni I thorpunum a leidinni og oftast bleikt.

Babu tok a moti okkur, mjog finn en a erfidara med enskuna en John.
Barnaheimilid heitir Helping Hearts Trust, 37 born fra 5-16 ara. Vakna um 5 og 6 a morgnana og fara i skolann og koma heim um 16 og 17.

Vid munum adstoda vid byggingaframkvaemdir a klosettum a daginn og kenna theim og leika eftirmiddaginn. Planid er ad byggja 3 klosett, 2 indian og 1 vestraent. En thau eru bara med 1 indian nuna. Svo aetla thau lika ad byggja staerra herbergi en thau laera, sofa, borda og eyda sinum fritima I einu herberginu. Thau elda uti og tvo af ser. Geyma svo fot og allt sitt dot I odru herbergi og svo er ser eldhusgeymsla.
Ego g Bjarni erum I gestaherberginu og skiptumst a ad sofa a hordu golfi og hordu rumi a bambusteppum eda mottum.

Fyrsta holuklosettferdin var I gaer, thetta er bara eins og ad kuka I natturunni J en eg er enn ad nota klosettpappir, er ekki buin ad profa vatnsskolunina

Gafum theim 2 fotbolta, snusnuband, pennna og isl fana. Thau voru mjog anaegd. Erum ad fara um 16 leytid ad leika med thad a leikvelli J

Kenndum theim likamspartana og fotin I gaer og nokkra leiki I gaer. Aulinn eg tok pennann sem var undir tusstoflunni og byrjadi ad teikna heimskortid til ad syna thim hvadan vid vaerum… eg var ad nota PERMANENT MARKER!!!
Og svo natturlega thurfti eg ad henda einum boltanum I viftuna, en  thad skedi ekkert J

Thau eru med 246 stafi i stafrodinu i Tamil!

Buin ad skrifa nidur nokkrar thydingar a tamil og fekk nanfid mitt skrifad a Tamil
            Vanakam  = hae
            Wan-varan = bae
            Vanga = velkomin
            Nadir = takk fyrir
            Amma = mamma
            Patti = mamma
            Appa = pabbi
            Thatha = afi
Og fleiri en nennio ekki ad skrifa thad J

Fengum okkar fyrsta hennai tattu I gaer J

En allt gengur vel og mer lidur vel herna i Erode thannig ekki hafa neinar ahyggjur J Getid sed einhverjar taggadar myndir af mr a facebook.

Berglind

Monday, July 2, 2012

Planið í Indlandi :)


Við munum fara með 27 fótbolta frá Nova og Landsbankanum, fullt af snúsnúböndum og fullt af pennum, blýöntum, yddurum og strokleðrum til að gefa krökkunum í Indlandi og Kenýa. 

Auk þessa fengum við flottan pening úr söfnuninni okkar, 187.000 kr sem við deilum jafnt á milli þorpanna auk peninga sem Vinir Indlands og Vinir Kenya bæta við. Þannig að við komum vonandi færandi hendi og getum aðstoðað eitthvað :D

Hér er dagskráin fyrir 
Indland 
4-7 dagar á hverjum stað, förum 2 og 2 saman fá staðina

Chennai – 2 dagar  - 4-6 júlí 
       stússast í að kaupa SIM kort og svoleiðis og vonandi einhver local föt 

Thorapadi (í borginni Cuddalore)– 6-12 júlí
Sunna og Klara
          6-18 ára strákar
förum með 2 fartölvur og pabbi átti gamalt webcam sem við gefum þeim
Taka þátt í öllum heimilisstörfum
          Halda degi strákanna innan ramma
          Kenna þeim ensku, eða færa hana á aðeins hærra level
           
Erode -  6-12 júlí
           Ég og Bjarni  
Barnaheimili – strákar og stelpur
Verkamannavinna
Heimilisstörf

Pondicherry  - fríhelgi 13-15 júlí
        Öll saman í fríhelgunum :) 
           
Posumkudil / Parmakudil – Rhamanathapurum 16-19 júlí
           Bjarni og Klara
Stúlknaheimili - Kennslumiðstöð fyrir börn
Heimavinna
           Heimilisverk
           Planta trjám
           Leika við börnin

Jay Kumar - (vonandi rétt skrifað.. hehe) nafn á konunni sem sér um fræðslumiðstöðina sem er í nánd við Rhamanathapurum (held ég, give me a brake þetta eru allt of flókin nöfn ;P ...)  16-19. Júlí
            Ég og Sunna
            Gistum heima hjá Jay Kumar
            Fræðslumiðstöð
  Sjálfshjálparverkefni
            Sauma, búa til sultu og allskonar. Bara það sem hægt er að kenna hvort öðru :) 

Kodaikanal – frí í fjöllunum, 2 dagar
      Mæli með að þið googlið :) 
           
Salem ca. 23. – 26 júlí
            Sunna og Klara
            Stúlknaheimili og nokkrir litlir strákar
            Heimilisstörf
            Hugsa um börnin, leika við þau 

Thorapadi ca. 23-26 júlí
            Ég og Bjarni
            Höldum áfram með það sem stelpurnar byrjuðu á 

Chennai 27. Júlí, 2 dagar

merkti með bláu á staðina sem við verðum á.  

lagt af stað til Kenýa 29. Júlí 
dagskráin við því kemur einhvertíman seinna :) 

- Berglind sem er orðin alveg frekar spennt!! enda bara 5 tímar í að ég eigi að vakna! :Þ 

p.s. endilega commentið svo ég sjái hverjir skoða því ég get ekki sett gestabók :( 
p.s.2 ef einhver kann að setja getabók á svona blogg.. endilega inform me please 

Sunday, July 1, 2012

Ævintýrið alveg að hefjast!!

jæja jæja þá er þetta allt að skríða saman og ég er ekki frá því að maður sé orðinn pííínu spenntur :D

Ævintýrið byrjar núna kl 9.00 á mánudagsmorgun með flugvél til London :)
Við gistum í London og leggjum af stað til Abu Dhabi kl 9.15 á þriðjudagsmorgni og höldum fljótt af stað þaðan til Mumbai og lendum kl 2.50 um nótt.
Miðvikudagsmorgun 4. júlí kl 6.05 fljúgum við tæpt tveggja tíma innanlandsflug til Chennai.


Tamil Nadu heitir landsvæðið í Suður-Indlandi þar sem við munum vera til 29. júlí þegar við höldum af stað til Kenya. Chennai er höfuðborgin í landsvæðinu Tamil Nadu og þaðan munum við ferðast á aðra staði.

- Berglind