Thursday, September 6, 2012

Hvernig nýttum við peninginn úr fjáröfluninni?


Indland

Erode – efni til að byggja 2x klósett
Thorapadi – málning á húsið, vasaljós og blakbolti
Kamuthi – helmingur af upphæðinni til Kamuthi fór til handicapped og disabled og helmingur í centralið þar sem verið er að sauma, búa til körfur, myndaramma og binda bækur.
Parmakuthi – málning á húsið
Salem – hellingur af dóti í sjúkrakassa, baðvigt, hilla fyrir skóladót

Kenya

Kisii – Dömubindi, hrísgrjón, sveðjur til að slá, 30 diskar, glös, skeiðar, vatnskönnur, hitapottar, ketill og nammi
Kisumu – málning á skólann, sápur, þvottaefni, sykur, te, barnamjólk, hveiti, eldspýtur, rör í vatnstank
Suba – 10 plaststólar fyrir skóla, cement, sandur, rör til að laga vatnstankinn við annan skóla á svæðinu
Lakeviw – efni til að byggja 4x klósett, plaköt fyrir kennslu, djús og kex
Migori – endurnýja glugga (var brotnir), kex, djús, nammi + fullt af mat
Nakuru – hrísgrjón, bökunarolía, sykur, WC pappír, sápur, fótbolti, reipi fyrir snúsnú og sippubönd, húlahringir úr dekkjum og dekk til að ýta á undan sér. Einnig fór upphæð til að aðstoða konu að fá að opna húsið sitt aftur.

Takk æðislega þið sem lögðuð ykkar að mörkum með því að gera okkur kleift að kaupa allt þetta dót til að aðstoða í Indlandi og Kenýa. Allir voru mjög þakklátir og skila kveðju til Íslands og þeirra sem aðstoðuðu.

- Berglind 

No comments:

Post a Comment