Thursday, September 6, 2012

Safari og Nairobi 26.-30. ágúst


26-27. ágúst
Mjög svo bompy ride með rútunni til Nakuru því verið er að laga veginn. Einhver helvítis mosquito fluga át mig lifandi í þessari rútuferð!

Sváfum á fínu hóteli en fengum ógeðismorgunmat! Köld og vond egg, kornflakes og heit flóuð mjólk til hliðar, bragðlaust kakó og banana.

Eftir morgunmatinn héldum við af stað í Safari. Fengum bíl sem hægt var að opna þakið þannig að hægt var að standa í bílnum. Í Safariinu sáum við waterbank, storka, pelicana, flamingo, secretary bird, buffalo, flóðhesta, nashyrninga, dádýr, bavíana, sebrahesta, pumba (villisvín), gíraffa, og ljón. Ljónin, gíraffarnir og flamingoarnir voru í svolítilli fjarlægð þannig að við sáum þau ekki nógu vel :(
Mesta svekkið var að fara ekki í Masai Mara þjóðgarðinn. Í þeim þjóðgarði er Masai þjóðflokkurinn og fílar sem ekki voru í Nakuru þjóðgarðinum :(

Eftir safari ferðina héldum við af stað til Nairobi þar sem Lucy og Jan tóku á móti okkur. Þau fylgdu okkur á hótelið sem var beint á móti Mall-i, bara ein gata á milli. En þau voru svo mikið paranoid að þau leyfði okkur varla að fara út og vildu að við værum helst á hótelinu. 

28. águst
Fórum og heimsóttum Little Bees sem er skólinn sem Lucy stofnaði í slumminu í Nairobi. Hann hefur verið starfrækur í 10 ár, síðan 2002.

Aðkoman í slummið var já... eins og slum... Húsin úr bárujárni/mold/trjám/plasti/flíkum og einstaka hús úr cementi. Rusl allstaðar og lækir niður brekkurnar þar sem mannasaurinn og þvag flaut um. Við vorum hoppandi á milli þurra bletta til að sleppa við að maka okkur í human feces..

Við áttum að klára að mála skólann, en keypt var málning fyrir peningana sem við söfnuðum fyrir Little Bees. Þau ætluðu aldrei að hætta að taka myndir af okkur mála! Held án djóks að þau hafi tekið svona 200 myndir!
Þegar við lukum við að mála beið okkar hádegismatur þar sem ég náði að klína bolnum mínum í einn staurinn sem var enn blautur! Ég veit dæmigerð ég ;)

Næst var að skoða hin verkefnin sem Lucy sér um í slumminu. Fyrst sáum við garðinn sem þau rækta mais og kale. Rétt hjá er klósettaðstaðan sem Lucy lét byggja til að vera með Campain against flying toilets! Já það var þannig í slumminu að fólk kúkaði t.d. í dagblað eða eitthvað slíkt og svo bara kastað upp á næsta þak! Lucy tekki alveg sátt með það og býður fólki að koma og þvo þvott, fara í sturtu og á klósettið fyrir aðeins 2 sillinga = ca. 3 krónur. Ástandið skánaði aðeins eftir þetta.

Sáum RISA ruslahaug þarna rétt hjá þar sem fullt af fólki var að gramsa í haugnum – bæði að leita að mat sem og dóti til að endurvinna. Haugurinn er tæmdur á ca. 14 daga fresti og verður því freeekar stór. 

Á leiðinni til baka að hótelinu sáum við sofandi barn, ca. 5-7 ára, pakkað inn í teppi og fyrir neðan var plakat sem stóð á Attention Attention og svo eitthvað á swahili sem ég skildi ekki. Lucy vildi meina að barnið væri veikt og verið væri að safna fyrir spítalavist.

Stóðum og biðum á horninu eftir Jan og var ég að nýta síðustu sólargeislana og var með lokuð augun. Koma ekki tveir 10-12 ára götustrákar sem ætluðu að snýkja af okkur pening. Annar þeirra stóð fyrir framan mig með útrétta höndina og ég bara varð að gefa honum hi-five, lokaði svo augunum  og opnaði annað þeirra aftur og leit á strákinn sem enn hélt höndinni úti og vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera ;) Bjarni aumkaði sig yfir þá og gaf þeim tyggjópakka sem var lítið eftir í. Sigri hrósandi drakk annar strákurinn smá safa úr ruslatunnunni og svo hoppuðu þeir upp á pallbíl og hurfu fagnandi aftan á bílnum.

Sáum svo þessa sömu stráka hlaupandi með mann á eftir sér daginn eftir þegar við vorum í morgunmat.

29. – 30. Ágúst
Lagt af stað heim :) Flugin gengu vel, en skítkalt á flugvellinum í Abu Dhabi og tölvurnar mjög svo slow. En Etihad flugfélagið klikkar ekki frekar en fyrri daginn og náðum við að horfa á Slumdog Millionaire í flugvélinni :) en það var búið að vera ósk síðan við vorum á Indlandi.

Fengum nokkra klukkutíma í London og þar sem við þurftum að skipta um flugvöll þá voru bakpokarnir með í för í bæjarferðinni. Góð æfing að hlaupa upp og niður stigana í HM með ca 17 kg á bakinu, hef aldrei svitnað jafn mikið í einni bæjarferð ;)  En náði að versla smá í HM en hefði þurft meiri tíma til að kaupa miklu meira ;)

Það var aðeins of gott að komast heim, eins og við var að búast tók á móti okkur vindur en ferska loftið var æðislegt!  Heit sturta, vatn úr krananum, ferskt salat og fetaostur! ómetanlegt! :D og tala náttúrlega ekki um að hitta alla aftur :D 

- Berglind

No comments:

Post a Comment