Thursday, July 26, 2012

Thorapadi 22-27. júlí


22. júlí - Guðbjörg á afmæli :) 
23. júlí - Silja á afmæli :) 
Til hamingju skvísur :D 

Ég og Bjarni komum til Thorapadi þann 22. júlí eftir 12 tíma ferðalag.

Þetta er strákaheimili með 14 strákum á aldrinum 5-18 ára. Algjörar dúllur.
Thorapadi er staðsett ca 20 min í auto frá Gingee.


Það tóku á móti okkur 3 leðurblökur á klósettinu um kvöldið 22. júlí en sem betur fer voru þær farnar um morguninn og ekki komnar aftur!
  
Við fengum að moka holur fyrir mangó og pálmatré fyrsta daginn, loksins fékk ég að gera eitthvað smá líkamlegt :)
Síðan áttum við að mála 24. júlí en það er ekki búið að setja steypu á vegginn og því fór sá dagur í leti – þar til strákarnir koma heim því þá hjálpum við þeim með lærdóm, kennum þeim áfram á tölvurnar sem Sunna og Klara komu með í fyrstu vikunni, leikum við þá með boltunum og snúsnú bandinu sem við komum einnig með.

Þeir elska að dansa og á kvöldin er sungið og dansað. Mjög gaman

Viktoría, sú sem sér um Thorapadi, er 28 ára alveg yndisleg! Hún eldar sjúklega góðan mat og á ég eftir að sakna matarins þegar við förum á morgun!
Hún gaf mér tvö gullarmbönd :) Ég fór sem sé eftir orðum Sólveigar og skildi allt skart eftir heima – nema litla eyrnalokka sem maður fær þegar eyrun eru götuð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem er kommentað á skartgripaleysið mitt.. í Erode voru þær að reyna að selja mér hálsfesti og ökklaskart, í Kamuthi keypti ég skart – er bara ekki búin að setja það á mig ;)

Við Bjarni bjuggum til grindverk úr plöntum sem við og strákarnir náðum í í skóginum. Upplifðum vatnskort í fyrradag, 25.júlí og shit hvað það var óþægilegt! Sofnuðum bæði í 2-3 tíma og viktoría bjargaði okkur með lime-vatni

Við Bjarni og Viktoría fórum í dag, 26. júlí að skoða Gingee fort. Mjög flott útsýni þaðan yfir grænar ekrur, fjöll og vatn. Þetta er sem sé fjall þar sem kóngurinn hafði aðsetur uppá og drottningin á fjallinu á móti. Við gengum upp meira en 300 tröppur – Himnastiginn hvað ;) en það var ágætis hreyfing í því :)

Það er osom að sofa upp á þaki! Vindur og ekki að svitna úr hita :D

Síðasta kvöldið í Thorapadi, ég á eftir að sakna strákanna og Viktoríu og ekki má gleyma Watchman :) Misstum okkur í myndatökum og skemmtilegheitum :)

Næsta stopp er Chennai í tvo daga þar til við förum til Kenýa þann 29. júlí :)

knús og kossar og love á alla :)
- Berglind

No comments:

Post a Comment