Monday, July 23, 2012

Kodaikanal 20-22. júlí


  1. júlí - Pabbi gamli á afmæli, 55 ára :) Til hamingju með daginn elsku pabbi :D 
Rútan sem fór með okkur til Kodaikanal seinkaði eitthvað og í stað þess að fara 11.30 fórum við kl 13.00 þannig að við vorum að koma um 17.30 á Hótelið.

Kodaikanal er fjallaparadís og búa 35 þúsund manns þar, og þau búa í allt frá kofum úr ábreiðum í flott hús. Útsýnið og bærinn í heild er mjög fallegur og mæli með að þið gúgglið :)

Vegurinn var utan með fjallinu, mjög þröngur og bílarnir ekki að spara flauturnar – svona viðvörunarflaut.

Hitastigið eins og á góðu íslensku sumri og vorum við ekki að hata það! Gátum meira að segja kælt bjórinn og gosið úti í glugganum og fórum í sokka!
Hér klæðist fólk flíspeysum, ullarpeysum, úlpum, húfum. Það var nú ekki svo kalt þarnar ;)

Við komuna á hótel Jai ætlum við að slaka á yfir Tv og borða Dominos – sáum það á leiðinni að hótelinu – því það myndi dimma eftir klukkutíma og við sársvöng og myndum ekki ná skoðunarferð fyrir myrkur.
Við hringjum í receptionið og biðjum þau að gefa okkur samband á dominos. Eftir smá vesen fáum við samband. Síðan líður og bíður og loks kemur pizzan, Þá er þetta frá the Pizza Corner og þær brögðuðust ekki vel! En við letum okkur hafa það enda sársvöng. Fyrirtæki sem er tengt hótelkeðjunni.

Daginn eftir förum við í skoðunarferð um Kodaikanal.
  • Byrjum á að sjá La Sateth Church – kristin kirkja yfir 100 ára
  • Svo borgum við 30 rúbíur til að sjá Pambar Falls – sem eru mjög flottir fossar og umhverfi, ef litið er frá ruslinu sem þar hefur myndast. Fyrir 10 árum var ekkert rusl, síðan byrjuðu indverjar að ferðast þangað.. Hvíta rauðhærðastelpan var beðin um að vera með á nokkrum myndum hjá indverjum...
  • Við fossana var einnig Lion Cave – hellir þar sem eitthvað ljón átti að hafa verið (held ég)
  • Keyrðum að stað þar sem gengið var niður langa bratta brekku að Dolphin Nose. Klettur sem stendur svona út og með flottu útsýni. Það var svo sem alveg ágætlega breiður klettur og ég gekk á hann og settist á brúnina og lét taka mynd, svo náttúrlega varð ég að planka hann líka ;) En allir indverjarnir voru að skíta í brækurnar á að fara þarna útá og þurfti að leiða karlana útá þar sem þeir svo stóðu stjarfir með kúkinn í buxunum :)
    • Hvíta rauðhærða stelpan komin í mörg indversk fjölskyldualmbúm
  • Næst gengum við lengra niður brekkuna að Echo Point og Mountain Beauty. Geggjað útsýni þar. Þar átti maður að fara yfir svona smá gat milli tveggja kletta og var tré við hliðina á sem hægt var að grípa í. Það var lang þægilegast að skella sér bara beint yfir heldur en að fara hægt og vera eitthvað að grípa í tréð sem var staðsett á kjánalegum stað. En indverjarnir aftur að skíta á sig úr hræðslu að fara þarna yfir og einn gaurinn, skulum kalla hann Hræddi var ekki alveg að þora yfir. Guide-inn okkar þurfti að fara fyrst og leiða hann yfir. Svo á bakaleiðinni þegar Hræddi var að fara yfir aftur tók ég hann upp en þurfti að hætta í miðri upptöku því ég þurfti að hjálpa honum yfir ;)
  • Síðan sáum við 500 ára gamalt tré og er stofninn svipaður og tákn sem er á peningunum þeirra.

Chilluðum við Mountain Beauty þegar allir indverjarnir voru farnir og þvílíkt þægilegt, bara hreint fjallaloft, ekkert flaut – bara kyrrð (fyrir utan bjölluhljóðin í trjánum), og þægilegt hitastig.

Komumst loks í minjagripabúð þar sem indæll sölumaður var sem sagði okkur frá íslendinngum sem býr í Kodaikanal ásamt 10 börnum sínum og indverskri eiginkonu,

Nú klikkuðum við ekki á þessu og fórum á Dominos og tókum með á hótelið og chilluðum yfir Batman-myndum ;)

Gaurinn í receptioninu sagði við okkur að morgunmatuinn yrði til kl 7.30 og bíllinn sem myndi skutla okkur að lestarstöðinni kæmi kl 8. Við létum hann vita að Sunna hefði gleymt peysunni sinni í bílnum hjá guide-inum og hann sagði að peysan yrði komin um morguninn.
Við mætum niður í morgunmat og enginn kannast við neitt, hvorki að morgunmaturinn ætti að vera tilbúinn né peysuna.

Eftir morgunmat erum við enn að bíða eftir peysunni sem kemur loksins kl 8.20 og við brunum af stað því lestin okkar Bjarna átti að fara 11.10 og það er 3 – 3 og hálfs tíma akstur að stöðinni!

Við brunum niður fjallaveginn og tökum fram úr öllum bílunum og rútunum með flautið í botn. Sunna og Bjarni fundu fyrir ógleði og Bjarni lét hann stoppa bílinn.

En við komumst á leiðarenda kl 10.50 og hann biður um tips. Ég læt hann fá 100 rúbíur og segi það vera fyrir okkur 4 en svo rukkar hann stelpurnar líka, veit reyndar ekki hversu mikið. En hann skilaði sínu og við Bjarni náðum lestinni :)

Ég sá rottu eða mús í lestinni okkar. Lestin bilaði eitthvað á leiðinni og okkur seinkaði um klukkutíma!

- Berglind  

1 comment: