Monday, July 2, 2012

Planið í Indlandi :)


Við munum fara með 27 fótbolta frá Nova og Landsbankanum, fullt af snúsnúböndum og fullt af pennum, blýöntum, yddurum og strokleðrum til að gefa krökkunum í Indlandi og Kenýa. 

Auk þessa fengum við flottan pening úr söfnuninni okkar, 187.000 kr sem við deilum jafnt á milli þorpanna auk peninga sem Vinir Indlands og Vinir Kenya bæta við. Þannig að við komum vonandi færandi hendi og getum aðstoðað eitthvað :D

Hér er dagskráin fyrir 
Indland 
4-7 dagar á hverjum stað, förum 2 og 2 saman fá staðina

Chennai – 2 dagar  - 4-6 júlí 
       stússast í að kaupa SIM kort og svoleiðis og vonandi einhver local föt 

Thorapadi (í borginni Cuddalore)– 6-12 júlí
Sunna og Klara
          6-18 ára strákar
förum með 2 fartölvur og pabbi átti gamalt webcam sem við gefum þeim
Taka þátt í öllum heimilisstörfum
          Halda degi strákanna innan ramma
          Kenna þeim ensku, eða færa hana á aðeins hærra level
           
Erode -  6-12 júlí
           Ég og Bjarni  
Barnaheimili – strákar og stelpur
Verkamannavinna
Heimilisstörf

Pondicherry  - fríhelgi 13-15 júlí
        Öll saman í fríhelgunum :) 
           
Posumkudil / Parmakudil – Rhamanathapurum 16-19 júlí
           Bjarni og Klara
Stúlknaheimili - Kennslumiðstöð fyrir börn
Heimavinna
           Heimilisverk
           Planta trjám
           Leika við börnin

Jay Kumar - (vonandi rétt skrifað.. hehe) nafn á konunni sem sér um fræðslumiðstöðina sem er í nánd við Rhamanathapurum (held ég, give me a brake þetta eru allt of flókin nöfn ;P ...)  16-19. Júlí
            Ég og Sunna
            Gistum heima hjá Jay Kumar
            Fræðslumiðstöð
  Sjálfshjálparverkefni
            Sauma, búa til sultu og allskonar. Bara það sem hægt er að kenna hvort öðru :) 

Kodaikanal – frí í fjöllunum, 2 dagar
      Mæli með að þið googlið :) 
           
Salem ca. 23. – 26 júlí
            Sunna og Klara
            Stúlknaheimili og nokkrir litlir strákar
            Heimilisstörf
            Hugsa um börnin, leika við þau 

Thorapadi ca. 23-26 júlí
            Ég og Bjarni
            Höldum áfram með það sem stelpurnar byrjuðu á 

Chennai 27. Júlí, 2 dagar

merkti með bláu á staðina sem við verðum á.  

lagt af stað til Kenýa 29. Júlí 
dagskráin við því kemur einhvertíman seinna :) 

- Berglind sem er orðin alveg frekar spennt!! enda bara 5 tímar í að ég eigi að vakna! :Þ 

p.s. endilega commentið svo ég sjái hverjir skoða því ég get ekki sett gestabók :( 
p.s.2 ef einhver kann að setja getabók á svona blogg.. endilega inform me please 

2 comments: