Monday, July 23, 2012

Erode 6- 12 júlí


Tekið saman um Erode, sumt kemur aftur sem ég var búin að setja áður en þið verðið bara að lifa með því ;) 

Mjög skemmtilegt í Erode hjá Babu og Vashanti og 32 börnum (sögðu samt 37 en það voru alltaf bara 32).

Við lögðum peninginn í 2 klósett, eitt vestrænt og eitt holuklósett. Við fengum ekki mikið að hjálpa til við bygginguna, en bárum múrsteina, cement og sand.

Aðallega vorum við að leika við krakkana og fórum ýmsa leiki – hókí pókí, jón í kassagerðinni, höfuð herðar hné og tær, Símon segir, hver er undir teppinu, hollin skollinn, lófaklapp. Kenndi þeim veiðimann sem þeim fannst æðislegt.
Þau kenndu okkur einnig leiki – t.d. leikur með 5 steinum, mjög skemmtilegt

Við kenndum þeim einnig um líkamspartana, liti, árstíðir, tölur, föt. Hvar ísland væri í heiminum og hvar þau væru. Aulinn ég skrifaði með permanentmarker á töfluna en ég náði að þurrka það burt með Anticeptic wipes :D

Krakkarnir her eru mikið kurteisari en heima! Bjóða alltaf góðan daginn og spyrja leyfi til að koma inn í herbergið (þar sem þau þurftu að komast í ísskápinn eða í hrísgrjónin).

Maður mátti ekki þrífa diskinn sinn sjálfur, þau hlupu til og tóku hann af manni þegar maður ætlaði að ganga frá matardisknum.

Dönsuðum og sungum nokkur kvöldin – mjög erfitt að dansa svona eftir pöntun með enga tónlist!

Fórum í brúðkaup (blogg að neðan)

Hjálpuðum til við að elda Poori og apallam sem líkist laufabrauði. Þetta er bæði brauð sem er snöggsteikt/djúpsteikt í olíu.

Stelpurnar kalla mig Angel :) og Johnson sem er vinur Babu sagði við okkur síðasta kvöldið að hann væri kominn með nickname fyrir okkur. Ég = Amu = cute og Bjarni = apu= lovable

Ég fór ásamt Latha (kona sem kom þangað á kvöldin) á mótorhjólinu og við fórum í 5-6 apótek og stórmarkaðinn en enginn kannaðist við túrtappa og vissu ekki hvað það var!

Ég, Bjarni, Vashanti, Johnson, Latha og einhver kall fórum á 3 mótorhjólum um kvöldið að risa brú sem einnig er stífla. Þau sögðu að þarna hefði 9 manns látist sem lágu í sólbaði á klettunum fyrir neðan þegar vatninu var hleypt.

Eftir það fór kallinn með okkur í heimabæ sinn og kynnti okkur fyrir fjölskyldu sinni. Þar tókum við myndir ásamt fjölskyldunni og Bjarni er eins og málverk fyrir aftan – allir ná honum bara upp að brjóstum og svo er brúnt teppi fyrir aftan sem er eins og rammi :)

Kvöddum krakkana með sökknuði. Allir að segja að gleyma sér ekki og báðu okkur um að segja fjölskyldu og vinum frá sér. Sumir vildu skrifast á við okkur :)

- Berglind  

No comments:

Post a Comment