Monday, July 23, 2012

Chennai 15. júlí


Fórum frá Pondicherry til Chennai til að fara svo á næsta stað, Kamuthi.

Í Chennai reyna autobílstjórarnir að taka okkur í þurrt rassgatið og ætla að rukka okkur um 320 rúbíur fyrir skutl á hótelið, við neitum og þeir segja þá 250, við neitum og loks segja þeir 200. Við tókum því og settumst upp í. Þeir sögðust vita hvar þetta væri en þurftu að stoppa nokkrum sinnum og spyrja og þegar við nálguðumst hverfið vorum við að segja þeim hvert þeir ættu að fara! (sama hostel og við vorum fyrstu dagana). Þeir ætluðu ekki að taka við peningnum þegar við fórum út og ætluðust til að við myndum láta þá fá 50 auka því þetta var svo löng leið! Ekki séns í helvíti! Frekjan ég lét það ekki yfir mig ganga :D

Á hostelinu hittum við alla sem koma að humanist hreyfingunni í Indlandi og einnig Kjartan sem var mættur til að sitja ráðstefnuna.

Borðuðum kvöldmat með Kjartani, John og Michael á ítölskum veitingastað og skemmtum okkur mjög vel.

Spurðum þá meðal annars út í afhverju það eru alltaf einhverjir 2 í strákahópi, eða bara 2 saman á gangi, sem halda utan um hvorn annan, leiðast eða eru svona að rétt snerta hendur hvorns annars. Þetta er mjög hommalegt og ekki eru 1970 fötin að hjálpa til ;)

Michael sagði að þetta væri bara svona, þeir væru ekki hommar, ef þeir væru hommar þá gerðu þeir svona sérstakt með augabrúnunum og væru líklegast ekki að snertast á almannafæri.
Við sjáum aldrei hjón leiðast – enda er það ekki við hæfi svona á almannafæri!!
og svo höfum við aldrei séð stelpur vera eitthvað nánar, svona eins og strákarnir eru að gera.

- Berglind

No comments:

Post a Comment