Thursday, July 26, 2012

Indland - Staðreyndir



  • Crazy umferð – keyra allir allstaðar
  • Öfug umferð á við Ísland
  • Enginn að spara flautuna
  • Mikil eymd og fátæk – en einnig ríkir líka – finnur allar tegundir húsa, frá kofum úr ábreiðum eða pálmatrjám og í flott steypt hús sem máluð eru með rándýrri málningu
  • Grænt land
  • Rusl allstaðar
  • Matarvenjur sem við erum ekki vön – bíða hálf yfir manni þegar maður borðar og setja meira djúpsteikt, sósur eða hrísgrjón á diskinn áður en maður nær að segja galdraorðið Podum = ég er södd. Og þó að þú segir það og setur hendina upp á móti þá gefa þér þau samt meira.
  • Þau borða aldrei með okkur, gestrisnin hjá þeim er þannig að við borðum fyrst, síðan þau.
  • Góður matur en allt of mikið af djúpsteiktu og hrísgrjónum ;)
  • Borðað með fingrum
  • Enginn sýpur af stút, hella allir upp í sig. - skil ekki hvernig þau ná að kyngja um leið og þau hella..
  • Flestir mjög yndislegir sem maður kynnist
  • Margir hjálpsamir – t.d. Að segja hvaða lest maður á að taka :)
  • Hjón mega ekki snertast á almannafæri
  • Strákar, tveir saman eða tveir úr hópi stráka, eru sífellt að snerta hvorn annan. Halda utan um hvorn annan, leiðast eða gilla hendur hvorns annars. Þetta er mjög hommalegt og ekki bætir 1970 fatnaðurinn úr skák og einstaka mullet.
  • Séu strákar hommar þá gera þeir sérstakt með augabrúnunum
  • Allir kk með yfirvaraskegg
  • já – hreyfing öðruvísi en á íslandi. Þau “hella úr eyrunum” í stað þess að hneigja höfuð
  • Blossar upp þessi rosalega fýla – annars vegar hlandlykt, hins vegar skítalykt og svo lykt af brennandi rusli
  • Margir berfættir á sjúklega heitri jörðinni
  • Flestir með sýkingu í tánöglum
  • Allir með risa bil milli stóru-táar og tá nr. 2
  • Flestir með ljótar og illa hirtar tennur
  • Te-ið mjög gott, bragðast eins og chai latte
  • Þegar þau skilja ekki það sem sagt er, gera þau já-hreyfingu og segja okey. Þetta er mjög fyndið, sérstaklega þegar maður spyr annaðhvort eða spurningu og þau kinka bara kolli og segja okey ;)
  • Skilja ekki spurninguna Why

kannski bætist meira við, aldrei að vita :)

- Berglind

No comments:

Post a Comment